Drykkurinn The Claw er einn sá vinsælasti á kokteillista Borgarinnar og dregur nafn sitt af humarkló sem notuð er til skreytingar. Frumlegur drykkur þar sem síróp úr sölum kemur við sögu. Ólafur Örn á Borginni segir að klærnar fari misvel í gesti en þeir sem á annað borð panti sér Margaritu með sölvasírópi séu þó yfirleitt áræðnari kokteilunnendur en aðrir.
- 6 cl Tequila Olmeca
- 3 cl sölvasíróp (söl soðin með vatni og sykri)
- 3 cl lime (safi úr ca 1 lime)
- Lava sjávarsalt (svart) frá Saltverki Reykjaness
Hristið með klaka og síið. Þekjið rönd á glasi með svörtu sjávarsalti.