Hipster Hopper

Hipster Hopper er kokteill á kokteillistanum hjá Ólafi Erni á Borginni en segja má að þetta sé eins konar afbrigði af hinum þekkta Grasshopper.

  • 3 cl Fernet Branca
  • 3 cl Carton Créme de Cassis
  • 3 cl rjómi

Hrist á klaka. Síað í stórt kokteilglas eða Margaritaglas. Það er líka hægt að bera hann fram „on the rocks“. Skreytið með myntu og súkkulaði spæni.

Deila.