Lambalæri með ítalskri fyllingu

Það er gott að fylla lambalæri áður en það er eldað og um að gera að leika sér með mismunandi fyllingar. hér sækjum við hráefnin til ítalska eldhússins.

Fylling:

  • 1 búnt steinselja (helst flatlaufa)
  • 2-3 rósmarínstönglar
  • 1 sítróna, rifinn börkur og safi
  • 1 lúka furuhnetur
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • væn lúka rifinn parmesan
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Fáið úrbeinað lambalæri, skorið í „butterfly“ í kjötborðinu. Fletjið það út á skurðbretti.

Maukið furuhnetur og hvítlauk varlega saman í matvinnsluvél. Setjið í skál. Setjið næst steinseljuna og nálarnar af rósmarínstönglunum í matvinnsluvélina. Maukið létt og setjið í skálina. Bætið við rifnum sítrónuberki, parmesanostonum og sítrónusafanum. Þekjið lærið með blöndunni að innanverður. Hellið smá ólífuolíu yfir. Saltið og piprið. Rúllið lærinu upp og bindið saman með snæri.

Eldið við 200 gráður í 75-90 mínútur. Eldunartími ræðst af ýmsu, stærð lærisins og hversu mikið þið viljið hafa það eldað.

Meðlæti sem passar vel við er t.d.

Kartöflugratín í anda Miðjarðarhafsins

Spergilkál með sítrónu

Blómkál með sítrónu og parmesan

Það er líka við hæfi að hafa gott ítalskt rauðvín með, t.d. frá Toskana. Marchese Antinori Chianti Classico smellpassar til dæmis með.

Deila.