Kjúklingapasta er alltaf vinsælt og hér er mikið af unaðslegu hráefni sem gefur réttinum mikið og gott bragð. Yfirbragðið er svolítið suður-evrópskt með sólþurrkuðum tómötum, grilluðum paprikum, basil og hvítlauk.
- 600 g kjúklingakjöt
- 2 msk vínedik (við notuðum sérríedik)
- 1 laukur, saxaður
- 4-5 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
- 2 msk ferskt timjan
- 10 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
- 1 dós grilluð paprika, saxið bitana
- 2 dl kjúklingasoð (eða 2 dl vatn + kjúklngakraftur)
- 1 dl hvítvín
- 2,5 dl rjómi
- 1 tsk chiliflögur
- parmesanostur
- 1 lúka ferskt basil, saxað
- olía til steikingar
- salt og pipar
Skerið kjúklingakjötið í litla bita. Látið í skál ásamt vínediki og látið marinerast í um hálfa klukkustund.
Hitið olíu á pönnu. Hellið kjúklingabitunum út á og steikið í 3-4 mínútur. Bætið lauk og hvítlauk út á og steikið áfram í 4-5 mínútur. Bætið chiliflögum og timjan út í, saltið og piprið. Setjið sólþurrkaða tómata og grillaða papriku út á og blandið vel saman. Hellið hvítvíni og kjúklingasoði út á og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið rjómanum út á og leyfið að malla þar til að sósan fer að þykkna.
Sjóðið pasta og bætið út á. Bætið söxuðum basil saman við og berið fram með nýrifnum parmesan.
Norður-ítalskt rauðvín fellur vel að þessum rétti, t.d. Lamberti Santepietre Merlot.