Franskt kartöflusalat

Það er ekkert náttúrulögmál að það verði að nota majonnes og/eða sýrðan rjóma í kartöflusalat. Þetta ferska kartöflusalat er í frönskum stíl og það eru sinnep, laukur og kryddjurtir sem að gefa því bragðið. Það hentar með ýmsu, bæði grilluðu kjöti og fiski eða þá köldu roastbeef, svo dæmi sé tekið. Tilvalið í jafnt grillveisluna sem veisluborðið.

  • ca 800 g kartöflur

Sjóðið kartöflurnar. Leyfið þeim að kólna. Skerið í fernt.

  • 1 rauðlaukur, fínsaxaður
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 msk balsamikedik
  • 1 væn matskeið grófkorna Dijon-sinnep (Maille á l’ancienne)
  • 1 lúka fínsaxaður graslaukur
  • 1 lúka fínsöxuð flatlaufa steinselja
  • 1 msk capers
  • salt og pipar

Pískið saman oliu, edik og sinnep. Skolið saltið af capers og saxið. Bætið út í ásamt kryddjurtunum. Hrærið lauknum saman við. Bætið loks kartöflunum saman við.

Fleiri uppskriftir að kartöflusalati má finna hér.

Deila.