Vín frá Spier í vínbúðunum

Fyrirtækið Compass ehf. hóf nýverið innflutning á vínu frá suður-afríska vínhúsinu Spier, sem er einn elsti
vínframleiðandi landsins og hefur framleitt vín frá árinu 1692.  Vín frá Spier fást nú í verslunum ÁTVR í Kringlunni, Heiðrúnu og Holtagörðum. Um er að ræða Merlot og Chardonnay-vín úr svokallaðri Signature-línu og er verðið 2.612 krónur flaskan.  Fleiri tegundir Spier léttvína verða fáanlegar í vínbúðum ÁTVR innan skamms,  allt frá lífrænu víni til vína úr topplínu sem kennd er við víngerðar-manninn Frank K. Smith. Compass ehf. er í eigu Heather Millard og Þórðar Jónssonar.

Í fréttatilkynningu segir að þau hafa verið að undibúa innflutning á Spier léttvíni síðastliðið ár og eru með einkaleyfi á  sölu þeirra vína hér á landi.   Það er von Heather og Þórðar að Spier vínin muni falla í kramið hjá kröfuhörðu vínáhugafólki.

 

Deila.