Montes Cabernet Sauvignon 2011

Vínin frá Aurelio Montes í Chile eru mjög „konsistent“ í stíl og gæðum, þetta er bæði Chile og Cabernet út í gegn.

Dökkt, í nefi sætur plómuávöxtur, sólber, mynta og dökkt súkkulaði, örlítil vanilla  og jafnvel fjólur, smá reykur og sæta, brenndur sykur. Ungt í munni (það borgar sig að gefa því smá tíma), tannískt, öflugt og þétt með góða dýpt og lengd. Vín fyrir kjöt, ekki síst grillað naut og lamb.

1.999 krónur. Mjög góð kaup fyrir verð en samspil verðs og gæða tryggja víninu fjórðu stjörnuna.

Deila.