Belgískar vöfflur með bláberjasósu

Belgískar vöfflur eru bæði góðar og flottar á borði.  Þessa uppskrift fann ég á netinu og voru þær sagðar vera  hinar „einu sönnu“ belgísku vöfflur  og við tókum því á orðinu.  Mér sýnist helsti munurinn á milli venjulegra vafflna og þeirra belgísku liggja í því að eggjahvíturnar eru þeyttar í belgísku vöfflunum. Ég gerði þessa bláberjasósu með vöfflunum sem var rosalega góð með þeim og rjómanum

  • 2 bollar hveiti (4,5 dl)
  • 3/4 bolli sykur (1.8 dl)
  • 3 1/2 tsk lyftiduft
  • 2 egg aðskilin
  • 1 1/2 bolli mjólk (3,7 dl)
  • 200 grömm bráðið smjör
  • 1 tsk vanilludropar

Blandið þurrefnum saman. Þeytið eggjarauðurnar létt, bætið síðan út í mjólkinni, smjörinu og vanilludropunum. Blandið síðan þurrefnum saman.  Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við deigið með sleif.  Bakið vöfflurnar í forhituðu belgísku vöfflujárni.Nú eða bara venjulegu ef þið eigið ekki belgískt.

Deila.