Þessa sósu er hægt að bera fram með vöfflum, pönnukökum, ís eða ávöxtum svo dæmi sé tekið.
- 1 bolli vatn (ca 2,5 dl)
- 1 bolli sykur (ca 2,5 dl)
- 1 msk sítróna
- 1 tsk kartöflumjöl
- 2 bollar frosin bláber (ca 5 dl)
- 1/8 bolli rifsberjahlaup (ca 0,3 dl)
Blandið saman vatni, sykri, sítrónu og kartöflumjöli á pönnu og leyfið sykrinum og kartöflumjölinu að leysast upp í vökvunum. Setjið síðan bláberin og rifsberjahlaupið út í og leyfið þessu að sjóða upp. Lækkið þá hitann og leyfið að krauma í 30 mín í viðbót eða þar til sósan fer að þykkna. Hrærið stöðugt í á meðan.