Tabasco kjúklingur „butterfly“

Þetta er eldheitur kjúklingur í anda Mið-Ameríku þar sem Tabasco-magnið er talið í matskeiðum en ekki dropum. Farið þó varlega til að byrja með. Það er alltaf hægt að bæta aðeins Tabasco við en það er ekki hægt að taka það í burtu.

 • 1/2 dl ólífuolía
 • safi úr einni sítrónu
 • 1-2 msk Tabasco
 • 3 sm engiferrót
 • 3-4 hvítlauksgeirar
 • 1 msk paprika
 • 1 tsk reykt paprika
 • 1 tsk cummin
 • 1 tsk kóríander
 • salt og pipar
 • Maukið allt saman í matvinnsluvél.

Skerið kjúklinginn í „butterfly“ sjá leiðbeiningar hér. Smyrjið kryddblöndunni á kjúklinginn og látið standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir.

Hitið grillið vel. Setjið kjúklinginn á grillið með skinnhliðina niður og grillið í um 4-5 mínútur. Snúið við og slökkvið á hitanum undir sjálfum kjúklingnum (miðjubrennaranum). Grillið áfram undir loki í um 20-25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Berið fram með kartöflusalati eða hrísgrjónum með avókadópestó.

Fleiri uppskriftir af grilluðum kjúkling má finna hér. 

Deila.