Peter Lehmann látinn

Peter Lehmann, einhver þekktasti víngerðarmaður Ástrala og raunar heimsins, er látinn 82 ára að aldri. Lehmann, sem gjarnan var nefndur „Baróninn af Barossa“  byggði upp samnefnt fyrirtæki. Sonur hans, Doug Lehmann, hefur stjórnað fyrirtækinu síðastliðin ár.

Lehmann hlaut fjölda viðurkenninga á ævinni meðal annars sérstaka viðurkenningu (Lifetime Achievement Award) á hinu árlega International Wine Challenge í London fyrir ævistarf sitt. Lehmann starfaði í vínheiminum í á sjöunda áratug, hóf ungur störf hjá Yalumba og síðar Saltram. Hann stofnaði fyrirtæki í Barossa undir eigin nafni á síðari hluta áttunda áratugarins sem hefur alla tíð haft að markmiði að eiga samstarf við litla vínræktendur og kaupa framleiðslu þeirra.

Ég átti þess kost að hitta Lehmann í heimsókn í Barossadalinn árið 1995 og er myndinn tekin við það tækifæri.

Deila.