Pizza með hráskinku, basil og ólífum

Þetta er ekta ítölsk pizza þar sem mikilvægt er að nota góð hráefni, ekta ítalska Prosciutto (hráskinku) sem   hægt er að fá niðursneidda í flestum stórmökuðum, ferskar mozzarella-kúlur og góðar ólífur. Og svo að sjálfsögðu heimatilbúna pizzasósu.

  • 1 skammtur pizzadeig

Heimatilbúin pizzasósa

  • 3 dl ítölsk tómatasósa (passata)
  • óreganó
  • 2-3 hvítlauksrif
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Pressið hvítlauksrifin og blandið saman við tómatasósuna ásamt 1-2 msk af ólífuolíu og um 1 msk af þurrkuðu óreganó. Ef þið viljið smá hita í sósuna er gott að setja klípu af chili-flögum með. Bragðið til með salti og pipar.

Fletjið deigið út og mótið pizzuna. og þá er komið að því að setja á hana áleggið.

  • 2 stórar mozzarellakúlur, skornar í sneiðar
  • 1 væn lúka af rifnum parmesan
  • Prosciutto, ítölsk hráskinka
  • svartar steinlausar ólífur, skornar í tvennt
  • pizzasósan
  • fersk basillauf

Smyrjið pizzasósunni á botninn. Næst koma mozzarellasneiðarnar. Þá skinkusneiðarnar. Dreifið síðan ólífunum og basillaufunum yfir og loks parmesanostinum.

Það er mikilvægt að baka pizzur við sem mestan hita. Best er að gera þær á pizzasteini á grillinu, þar næst jafnvel 350-400 gráða hiti. Annars stillið þið ofninn á 250 og notið pizzastein ef þið eigið. Bakið þar til að botninn er orðinn stökkur og osturinn hefur bráðnað.

Kíktu á fleiri spennandi pizzauppskriftir með því að smella hér.

Deila.