Trivento Tribu Viognier 2012

Tribu er nafnið á léttri línu frá Trivento í Argentínu, vínum sem er ætlað að vera ung, létt og ávaxtarík. Hér er það suður-franska þrúgan Viognier, sem nýtur sívaxandi vinsælda víða um heim, sem er notuð.

Angan er létt og fersk, melónur, mangó og apríkósur, hitabeltisávextir ríkjandi. Vínið hefur góðan ferskleika, það hefur smá „spritz“ á tungunni, sem gefur því titring í munni. Reynið með austurlenskum mat, t.d. sushi.
1.599 krónur. Góð kaup. Fær hálfa stjörnu aukalega fyrir hlutfall verðs/gæða.

Deila.