Þessi skúffukaka hefur verið bökuð lengi í fjölskyldunni. og slær alltaf í gegn hjá öllum fjölskyldum. Því oft er nú einföld og góð súkkulaðikaka það sem flestir eru að leita að á kökuborðinu. Þetta er stór uppskrift sem hægt er að setja í skúffu , en líka má setja deigið í múffur (muffins) eða allt að 3 tertubotna.
- 200 gr smjör
- 400 gr sykur
- 400 gr hveiti
- 6 msk kakó
- 4 egg
- 2 tsk natron
- 2 tsk lyftiduf
- 2 bollar mjólk
Blandið þurrefnunum saman. Bræðið smjörið og mjólkina í potti og bætið við þurrefnablönduna ásamt eggjunum. Setjið í ofnskúffu og bakið við 200 c í cirka 25-30 mín allt eftir ofni
Ef þetta er sett í muffinsform þá skal baka við 180 c í cirka 12 mín
Krem:
- 200 gr smjör
- 500 gr flórsykur
- 100 gr brætt suðusúkkkulaði
- 1 tsk vanilludropar
- smá sterkt kaffi
Hrærið smjörið mjúkt, bætið flórsykrinum út í ásamt vanilludropunum. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði út í kremið ásamt kaffinu.
Skúffukökuna má svo skreyta með margvíslegum hætti – allt eftir óskum afmælisbarnsins. Hér á myndinni var hún sett í líki Andrésar Andar.