El Coto Rosado 2011

Rósavín hafa aldrei náð almennilegri fótfestu á Íslandi – enda eru þetta hin einu sönnu sumarvín til að sötra með léttri máltíð í sól og hita. Einstaka sinnum gefst þó tækifæri til að njóta þeirra og þau á að grípa, enda fátt sumarlegra.

Þetta rósavín frá El Coto kemur frá RIoja á Spáni, uppistaðan Tempranillo líkt og í rauðvínunum. Fölur bleikur litur, út í laxableikt. Þægileg angan af rauðum berjum, kirsuberjum og jarðarberjum, létt, ferskt og sumarlegt. Best mjög kalt.

1.699 krónur. Góð kaup.

Deila.