Baron de Ley Tres Vinas 2008

Þetta magnaða hvítvín frá Rioja er blanda úr öllum þeim þremur hvítu þrúgum sem leyfilegt er að rækta í héraðinu Viura, Malvasia og Garnacha Blanco. Það er að segja ef vínið á að falla innan ramma DOC-reglna Rioja.

Það leynir sér ekki strax og vínið kemur í glasið að þetta er mikið vín, það er gullið á lit, liturinn djúpur. Í nefi mjög eikað, þroskað yfirbragð, þarna eru þurrkaðir ávextir, sætir bananar, ananas, hnetur. Feitt í munni, töluverður viður, en samt með léttleika og ferskleika, alvöruvín. Þetta vín ræður alveg við hvítt kjöt. Reynið með fiski í rjómasósu t.d. laxinum þeirra Troisgros-bræðra.

2.999 krónur.Fræbær kaup.

Deila.