Það getur verið gott að taka sér smáhvild frá hveitisósunni Béchamel við lasagna-gerðina og prufa eitthvað nýtt í staðinn. Hér er ein útgáfa þar sem að við sleppum hinni hefðbundnu hvítui sósu með því að blanda í staðinn saman fetaosti og sýrðum rjóma.
- 60 g beikon, skorið í bita
- 1 msk kanill
- 2 laukar, saxaðir
- 2 hvítlauksgeirar fínsaxaðir
- 2 gulrætur, sneiddar niður
- 2 sellerístangir, saxaðar í teninga
- slatti af ferskum kryddjurtum, t.d. oreganó, timjan og rósmarín
- 1 tsk chiliflögur
- 2 dl rauðvín
- 600 gr.nautahakk
- 2 dósir tómatar
- 2 lárviðarlauf
- 1 mask fennel
- ferskar lasagnaplötur
- salt og pipar
Ostablandan
- 200 gr.fetaostur (Fetakubbur)
- 2 dósir sýrður rjómi (10 eða 18%)
- parmesan til að strá yfir í lokin
Setjið ofninn á 180 c .
Steikið beikonið ásamt kanil á pönnunni þar til það hefur fengið lit. Bætið þá grænmetinu, hvítlauknum ,chilíflögum,f ennel og kryddjurtunum út í ásamt nautahakkinu.
Leyfið þessu að krauma á pönnunni í 5 mín eða svo áður en þið setjið tómatana út á ásamt ca 2 dl af rauðvíni (eða vatni ef þið eigið það ekki til). Setjið lárviðarlauf út í og leyfið þessu að sjóða upp. Lækkið þá hitann og leyfið kjötsósunni að malla á lágum hita i allt að einn og hálfan tíma eða að eins lengi og þið hafið tíma til að minnsta kosti.
Bragðið til með salti og pipar.
Blandið saman sýrða rjómanum og fetasostinumí skál.
Þegar kjötblandan er tilbúinn er komið að því að setja allt í eldfast mót. Byrjið á því að setja olíu í botninn á forminu sem þið ætlið að nota. Neðst kemur lag af kjötblöndunni og síðan er lasagnaplötum raðað þar yfir. Smyrjið næst ostablöndunni ofan á plöturnar, setjið annað lag af plötum og síðan kjötblöndu ofan á. Það fer eftir stærðinni á forminu sem að þið notið hvort að þið náið tveimur eða þremur lögum af hverju. Hækkið ofninn upp í 200 c og bakið í 30-40 mín.