Dievole Rinascimento 2010

Þær eru auðþekkjanlegar flöskurnar af Dievole Rinascimento vegna áberandi mynda af eldri herramönnum, stundum teiknaðar, stundum ljósmyndir. Þessir svipsterku, öldnu Ítalir sem skreyta flöskumiðana eru víngerðarmenn Dievole í Toskana í gegnum árin sem eru heiðraðir með þessum hætti. Rinascimento-vínin eru gerð úr Sangiovese en jafnframt er öðrum sjaldgæfari þrúgum Toskana blandað saman við í einhverjum mæli.

Stíllinn er ekki ólíkur Chianti, rauður berjaávöxtur, lyng, telauf, viður og vindlakassi (sedrusviður).  Í munni er vínið ferskt, það hefur góða sýru og uppbyggingu. Matarvín. Reynið með góðu  lasagna.

2.699 krónur.

Deila.