Kjúklingafajitas með lime og grilluðu grænmeti

Þessi kjúklingavefja er algjört lostæti með grillaða grænmetinu og kóríander-limesósunni sem fylgdi með.

  • 600 grömm  kjúklingabringur
  • Vænt búnt af kóríander
  • 2 dl  ólífuolía
  • 1 lime  (límóna)
  • 2 1/2 tsk cumin
  • 1 tsk chili (helst ancho chile)
  • 2 chilibelgir, fræhreinsaðir og skornir í langar ræmur
  • 3 paprikur skornar í ræmur
  • 2 rauðlaukar, saxaðir
  • tortilla pönnukökur

Byrjið á því að kveikja á ofninum og setjið á grill og hæsta hita.

Því næst gerið þið marineringuna/sósuna með því að blanda saman kóriander, olíu, límónusafa, cumin og chili-duftinu í blandara.

Skerið bringurnar í tvennt á lengdina og setjið kjúklinginn í eldfast mót og hellið cirka 1/3 af mareneringunni yfir og veltið kjúklingnum upp úr.

Setjið síðan saxaðan chili, papriku og rauðlauk á bökunarplötu og dreifið helmingnum af mareneringunni sem er eftir yfir grænmetið og veltið grænmetinu upp úr henni.

Kryddið kjúklinginn og grænmetið með pipar og salti.

Notið afganginn af marineringunni til að bjóða upp á sem sósu með réttinum. Grillið kjúklinginn á hvorri hlið í cirka 7 mínútur og eldið grænmetið í ofni í cirka 15 min.

Skerið kjúklinginn í strimla þegar að hann er fulleldaður.

Berið fram með heitum tortilla-pönnukökum og hverju sem þið viljið til viðbótar, s.s. sýrðum rjóma, grænmeti eða guacamole

Deila.