Kjötbollur með mozzarellakúlum og kirsuberjatómötum

Klassísku kjötbollurnar eru hér settar í nýjan búning og eldaðar í ofni með mozzarellakúlum og kirsuberjatómötum.

Kjötbollurnar:

 • 500 grömm nautahakk
 • 1 egg
 • 1/2 tsk sojasósa
 • hvítur pipar
 • chiliflögur
 • sjávarsalt

Tómatasósa

 • 2 dósir tómatar
 • 1 dl vatn
 • kjötkraftur
 • hrásykur(val)
 • 1 tsk cumin
 • rifinn börur af einni sítrónu
 • salt og pipar

Að auki þarf:

 • 2 dl parmesanostur
 • 2 pokar litlar mozzarellakúlur
 • kirsuberjatómatar

Blandið nautahakki, eggi, sojasósu og kryddum saman. Mótið litlar kjötbollur og steikið  þær á pönnu. Blandið öllu hráefninu sem á að fara í tómatasósuna saman í eldföstu fati. Setjið kjötbollurnar ofan í sósuna. Raðið mozzarellakúlunum og kirsuberjatómötunum í kringum kjötbollurnar og rífið loks parmesanost yfir.
Setjið í ofn og eldi við 200 gráður í 20-30 mínútur. Berið fram með pasta og góðu ítölsku rauðvíni.

Deila.