El Circo Volatinero Tempranillo 2011

Spánn hefur verið í mikilli sókn og nútíma víngerð hafið innreið sína í gamalgróin héruð. Það á t.d. við um svæðið Carinena þar sem er að finna mikið af gömlum vínvið sem nú er nýttur með víngerðarafurðum nútímans – oft með ótrúlegum árangri. Circo-vínin koma úr sömu smiðju og hin undursamlegu Beso de Vino og rétt eins og þau eru þetta vín sem gefa alveg hreint ótrúlega mikið fyrir peninginn. Tær og hreinn ávöxtur, stílhrein vín og lágt verð.

Þrúgurnar sem notaðar eru í þetta Tempranillo-vín eru af 40 ára gömlum vínvið. Vínið er hins vegar ungt, ávaxtadrifið og óeikað. Flottur, ungur, þéttur og ferskur Tempranillo, í nefi þroskuð svört ber, fíkjur, döðlur. kryddað, þarna má greina smá lakkrís. Þægilegur ávöxtur í munni, góð dýpt, tannískt.

1.699 krónur. Frábær kaup. Vínið fær fjórðu stjörnuna fyrir hlutfall verðs og gæða.

Deila.