Tommasi Valpolicella Classico Superiore „Rafael“ 2011

Rafael frá Tommasi er vín í flokknu Valpolicella Classica Superiore en það eru vín sem eru ekki einungis frá besta kjarnasvæðinu í Valpolicella (Classico) heldur jafnframt geymt í ár í eikartunnum.

Þetta er nokkuð flókið vín, dökkt, angan reykfyllt með þurrkuðum dökkum ávexti, jafnvel út í rúsínur, töluvert leður. Ferskt í munni, með þykkum djúpum ávexti, mjúkum tannínum. Þolir vel kröftugar ítalskar tómatasósur, jafnvel osso buco.

2.799 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.