Haukur Heiðar bloggar: Breskt „jólaöl“ frá Fuller’s

Jólabjórarnir halda áfram að fylla hillur ÁTVR og nokkuð ljóst að þeir hafa aldrei verið jafn vinsælir og í ár.

Enn eru að detta inn nýjir bjórar og einn af þeim er Fullers Old Winter Ale. Fullers brugghúsið er afar klassískt breskt brugghús og hefur um árabil framleitt einn af bestu bjórum Bretlands. Þeir eru mjög frægir fyrir afar góða Portera og er ríkt úrval af bjórum Fullers í ÁTVR.

Fullers Old Winter Ale er dökk rautt öl, flokkast samt “English Strong Ale” en er tiltölulega lítið í áfengisprósentu eða 5.3%. Í nefi má finna mikið malt, grösuga humla, miklar karamellur og örlítið hlynsíróp. Á tungu er skemmtileg karamella með malt tónum sem skapa gott jafnvægi. Löng ending með góðri fyllingu.

Fullers Old Winter Ale er afar vandað öl og hefur talsverða fyllingu miðað við stærð. Þetta er kjörinn bjór til að fá sér einan og sér á vetrarkvöldi án þess að fá sér of mikið áfengi. Klassískt öl hér á ferð.

Deila.