Beronia Tempranillo er rauðvín frá Rioja, sem er fyrst og fremst framleitt fyrir norður-ameríska markaðinn og nefnt eftir þrúgunni í stað þess að vera skilgreint sem Crianza.
Vínið er ávaxtaríkt og eikað, hefur legið á tunnum sem eru blanda af amerískri og franskri eik. Púðursykur, og vanilla áberandi í fyrstu í nefi, bláberjasafi, ávöxtur léttur í munni, ágætlega tannískt, kaffi í loki ásamt kem af eik, ungt og sýrumikið. Fínasta matarvín.
2.599 krónur. Góð kaup.