Kínverskar núðlur – Lo Mein

Lo Mein er núðluréttur úr kantónska eldhúsinu sem nýtur mikilla vinsælda í kínversk-bandaríska eldhúsinu og er fastur liður á mörgum kínverskum veitingahúsum á Vesturlöndum. Uppistaðan er snöggsteikt grænmeti (sem hægt er að setja saman á margvíslega vegu), sósa úr soja, sesamolíu og stundum ostrusósu og núðlur. Síðan er auðvitað hægt að blanda saman við pönnusteiktu kjúklingakjöti, risarækjum og jafnvel humar.

 • núðlur
 • 2 msk rifinn engifer
 • 6 hvítlauksrif
 • 1/2 dl sojasósa
 • 2 msk sesamolía
 • 2 msk ostrusósa
 • 1 msk hrísgrjónaedik
 • olía til steikingar

Grænmeti t.d:

 • sykurbaunir
 • gulrætur, skorna í litlar ræmur
 • brokkólí
 • baunaspírur
 • vorlaukur
 • 1 laukur, saxaður

Sjóðið núðlurnar í um 4 mínútur.

Hitið olíu á pönnu og snöggsteikið grænmetið í 1-2 mínútur. Bætið þá hvítlauk og engifer út á steikið áfram í 3-4 mínútur. Hellið sojasósu og sesamolíu  á pönnuna og blandið saman. Setjið núðlur á pönnuna og blandið vel saman. Veltið um á pönnunni þar til að núðlurnar eru tilbúnar.

 

 

 

Deila.