Sinnepsmarineraðar lambakótilettur

Þetta er bragðmikil og örlítið sæt BBQ-sósa sem er tilvalin á lambakótilettur en má auðvitað líka nota fyrir t.d. lærissneiðar eða sirloin

  • 1 dl Dijon-sinnep
  • 1/2 dl tómatsósa
  • 1/2 dl púðursykur
  • 1/2 dl gott vínedik, t.d. sérríedik
  • 1 dl hunang

Setjið í skál og pískið vel saman. Bragðið til með salti og pipar.

Kryddið kótiletturnar með salti og pipar og grillið í 2-3 mínútur báðum megin. Penslið vel með sósunni og grillið áfram í um 2 mínútur. Veltið kótilettunum upp úr sósu og berið fram.

Bragðmikið rauðvín frá Chile passar vel við, s.s. Canepa Cabernet Sauvignon Reserva.

Fleiri uppskriftir að grilluðum lambakótilettum  finnið þið hér.

Deila.