Etike Pinot Grigio Ti Amo 2012

Ti Amo Pinot Grigio er sikileyskt hvítvín sem vekur helst athygli fyrir flöskumiðann sem er þykk og hjartalaga keramikplata með áletruninni „Ti Amo“ eða ég elska þig. Þrúgan er Pinot Grigio, sem yfirleitt tengist frekar Norður-Ítalíu en SIkiley, þessu syðsta vínræktarsvæði Ítalíu.

Vínið er fölt á lit, létt angan af perum og perubrjóstsykur, þurrt hey. Létt og þurrt í munni, mildur ávöxtur, nokkur sýra.

2.429 krónur.

Deila.