Old Fashioned BBQ

Old Fashioned er með elstu kokteilum sem sögur fara af en í byrjun nítjándu aldar fóru menn að blanda saman sykri, bitterum og sterku áfengi.  Slíkir drykkir komust í tísku aftur á bandarískum börum upp úr árinu 1860 og voru þá kallaðir „old fashioned“ og voru þá yfirleitt blandaðir með Bourbon-viský. Hér er útgáfa frá barþjónunum á Barber Bar á Hótel Öldu.

  • 1,5 cl sykursíróp
  • 6 dropar Bitter End Barbeque Bitter
  • 6 cl Jim Beam Devil’s Cut

Setjið allt í glas ásamt klaka. Hrærið vel saman með barskeið. Skreytið með appelsínuberki.

Deila.