Rob Roy-San

Rob Roy er einn af sígildu bandarísku kokteilunum, upphaflega settur saman af barþjónum Waldor Astoria-hótelsins í New York í tilefni af frumsýningu samnefndrar óperettu um skosku þjóðhetjuna Rob Roy. Drykkurinn er náskyldur Manhattan nema hvað að notað er skoskt viský í stað bourbon. Barþjónarnir á Barber Bar á Hótel Öldu settu saman útgáfu þar sem aðeins er brugðið út frá hefðinni og notað japanskt viský frá Nikka. Nánar um japönsku viskýin má lesa hér.

  • 4,5 cl Nikka Coffey Malt
  • 2,25 cl Punt e Mes Vermouth
  • 1 barskeið Maraschino líkjör
  • 1 stórt dass Angostura Bitter

Drykkurinn er hrærður á klaka. Síaður í glas.

Deila.