Chateau l’Hospitalet Grand Vin 2011

Chateau l’Hospitalet er vínbúgarður rétt austur af Narbonne og teygja ekrurnar sig nær alveg til Miðjarðarhafsins. Þetta er gífurlega mikið og stórt vín og það sem gerir það ekki síst einstakt er hversu vel það endurspeglar uppruna sinn. Það er svart, svarblátt á lit, heitt og djúpt. Í nefi mjög þroskuð sólber, krækiber, leður og krydd. Heitar, þurrkaðar, kryddjurtir eins og maður finnur á vindbörnum og sólbökuðum hæðunum á þessum slóðum við Miðjarðarhafið, ekki síst rósmarín, þetta er angan af því sem að suður-frakkar kalla garrigue, kryddjurtarjóðrinu sem þekur þetta svæði. Í munni mjög feitt, þykkt, langt, afskaplega kröftug en líka mjúk tannín. Rosalegt. vín.

5.599 krónur. Frábær kaup.

Deila.