Marques de Caceres Gran Reserva 2005

Forner-fjölskyldan var ein af mörgum sem spænskum fjölskyldum sem að flúði yfir til Frakklands í kjölfar spænska boragarastríðsins á síðustu öld. Hún settist að í Bordeaux og eignaðist þar fræg vínhús, m.a. Chateau Camensac. Árið 1970 stofnaði hún svo Marques de Caceres í Rioja Alta og það vínhús hefur ávallt sótt mikið af aðferðum og sérfræðingum til Bordeaux, m.a. þá Emile Peynaud og Michel Rolland.

Þetta Gran Reserva-vín fer að nálgast áratuginn í aldri og er byrjað að sýna smá þroska í lit og nefi, dökkur berjaávöxtur sem rennur saman við krydd og kaffi, eikin nokkur, jörð, míneralískt. Mjög mjúkt, þykkt, gott nautakjötsvín.

3.998 krónur. Góð kaup.

Deila.