Bourbon og klassískir drykkir

Bandarískt búrbon hefur verið á talsverðri uppleið á Íslandi á undanförnum mánuðum. Aukin

kokteil menning á sinn hlut í því og ef eitthvað má marka vinsældir staða eins og til dæmis

Slippbarsins að þá er þessi menning enn að sækja í sig veðrið. Á árinu sem er að líða hafa

tegundir sem ekki hafa sést áður ratað í hillur ÁTVR. Hið vinsæla Makers Mark er eitt þeirra.

Makers Mark er eitt vinsælasta búrbon Kentucky og er frægast fyrir vaxið á flöskunni og einnig

fyrir að markaðsetja sig sem “small batch” búrbon, þ.e. það á að vera hægt að ganga að því að

búrbonið í flöskunni sé úr tiltölulega fáum tunnum.

Ef drukkið er eitt og sér óblandað er það rafgullið að lit. Í nefi má finna sítrus ávexti, vanillu og

örlítinn kanill. Nefið gefur til kynna að Makers Mark sé örlítið í sætari kantinum. Á tungu má finna

krydd, eik, korn og smá sætu. Makers Mark er það sem heimamenn kalla “wheater” en Makers

Mark notar hveiti í kornvali sem gefur mýkt og sætu í stað rúgs. Makers Mark er frægasta

búrbon sem kalla má “wheater” en aðrar tegundir eru t.d. Pappy Van Winkle og Rebel Yell. Þar

sem Makers Mark er tiltölulega mjúkt að þá má segja að það sé kjörið fyrir fólk að smakka sem

hefur ekki drukkið mikið af viskíi eða búrbon.

Í framhaldi má nefna tvo afar fræga búrbon kokteila sem Makers Mark hentar sérstaklega vel í.

Old Fashioned hefur verið á mikilli uppleið sem kokteill undanfarin ár og er það jafnvel sjónvarpi

að þakka en eins og flestir vita er þetta uppáhalds drykkur Don Drapers í Mad Men.

Old Fashioned var fyrst getið árið 1882 en var nálægt því að vera útdauður drykkur áður en velgengi

sjónvarpsþáttanna fór að auka vinsældir hans. Hann er mjög auðveldur en honum tekst vel að

lyfta búrboninu upp. Hin viðurkennda uppskrift IBA (International Bartenders Association) er á

þessa leið:

old-fashioned

 

 

  • 4.5 cl búrbon
  • 2 skvettur af Angostura bitter (fæst einnig í ÁTVR)
  • 1 sykurmoli
  • örlítið vatn.

Þar sem sykurmolar sem fást hér á landi eru frekar þurrir að þá brotnar sykurinn ílla niður og við

mælum með að nota heimatilbúið sýróp í staðinn, en hlutföll þar eru rúmlega 50:50 af sykri og

vatni. Sýrópi og bitter er fyrst blandað saman, síðan er klaka bætt við og síðan búrbon. Skreytt

er síðan með appelsínuberki. Það má einnig leika sér örlítið með appelsínuna, hvort sem það er

að ná sýrum úr berkinum út eða einfaldlega kræsta nokkra dropa með. Það er ekkert heilagt.

whiskysour

 

Annar auðveldur og áhugaverður kokteill er Whisky Sour. Viðurkennd uppskrift IBA er:

  • 4.5 cl búrbon
  • 3 cl kreistur sítrónusafi
  • 1.5 cl sýróp
  • örlítil eggjahvíta.

Búrboni, sítrónusafa, sýrópi og eggjahvítunni er blandað saman í shaker, hrisst vel og síðan

hellt yfir klaka í glasi. Oft er sítrónusneið og/eða kirsuber notuð sem skraut. Drykkur þessi er

ættaður frá Winsconsin er fyrst getið 1870. Whisky Sour er fágaður kokteill sem er í senn mjög

svalandi.

Makers Mark kostar 9.999 kr. og fæst í ÁTVR

Deila.