Jacob’s Creek Classic Cabernet Sauvignon 2011

Classic-línan frá Jacob’s Creek í Ástralíu er yfirleitt traustur kostur og ávísun á vel gerð vín sem standa framarlega í sínum verðflokki. Þetta 2011 vín úr þrúgunni Cabernet Sauvignon er virkilega vel gert, berjamikið og nokkuð tannískt, þarf alveg klukkutímann til að opna sig. Dökkur berjaávöxtur í nefinu, krækiber, Ribena-sólaberjasafi, rifs, myntutónar, ´í munni kemur eikin betur í ljós, ávöxturinn ferskur, með fínni ferskri sýru, nokkuð kröftug tanín. Flott kjötvín.

2.026 krónur. Frábær kaup.

Deila.