Taílenskur kjúklingur með kókos og jarðhnetusmjöri

Yndislegur kjúklngur með taílensku yfirbragði þar sem kókósmjólk og hnetusmjör gefa mikið og gott bragð. Ómissandi líka að hafa fínt saxaðan kóríander með.

 • 600 g beinlaust kjúklingakjöt
 • 1 laukur, saxaður
 • 1 rauð paprika, söxuð
 • 1 búnt vorlaukar, saxaðir
 • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 1 rauður chilli, saxaður fínt
 • 1 væn msk rifinn engifer
 • 1 tsk karrý
 • 1 msk „Red Curry Paste“
 • 2 msk hnetusmjör
 • 2 dósir kókosmjólk

Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn í nokkrar mínútur. Skerið kjúklingakjötið í bita. Það er hægt að nota bringur, læri, lundir nú eða bara úrbeina heilan kjúkling sjálfur, sem er ódýrast og minna mál en margir halda. Kryddið kjúklnginn með karrý og bætið út á pönnunna ásamt fínt söxuðu chili. Brúnið kjúklinginn í 4-5 mínútur. Bætið þá hvítlauk, engifer, vorlauk og papriku út á veltið um á pönnunni í nokkrar mínútur.

Setjið hnetusmjörið og Red Curry Paste út á pönnunna og blandið vel saman við kjúklinginn.

Hellið næst kókósmjólkinni út á og leyfið að malla þangað til að úr þessu er orðin góð sósa sem er farin að þykkna, kannski 15-20 mínútur.

Berið fram með:

 • jasmíngrjónum
 • limesneiðum
 • fínsöxuðum kóríander sem er sáldrað yfir

 

Deila.