Hardy’s Nottage Hill Cabernet-Shiraz 2012

Þegar þrúgublandan Cabernet Sauvignon og Shiraz er á ferðinni eru töluvert meiri líkur en minni á að um sé að ræða rauðvín frá Ástralíu.

Vínið er dökkt, svarfjólublátt, þurrkuð sólber í nefi, krækiber í bland við eikina sem brýst fram í kaffiangan og kókos, vínið er þykkt, tanín nokkuð kröftug en mjúk, þykkur ávöxtur kryddaður, pipar og örlítill lakkrís. Vín sem kallar á bragðmikinn mat, þess vegna grillsteikur.

1.999 krónur. Frábær kaup á því verði.

Deila.