Irish Coffee Uno

Irish Coffee er líklega bæði vinsælasti kaffikokteill allra tíma og þekktasti kokteillinn úr írsku viský. Marcin Kurleto barþjónn á Uno setti saman fyrir okkur Irish Coffee í tilefni af St. Patricks Day en Uno er einn af mörgum stöðum sem er með írskar áherslur út marsmánuð af því tilefni.

  • 3  cl Jameson’s
  • 6 cl kaffi – tvöfaldur espresso + venjulegt kaffi
  • 1 skeið púðursykur
  • þeyttur rjómi
  • kaffibaunir til skreytingar

Hellið viský og kaffi í glas. Hrærið sykur saman við. Toppið með rjóma og skreytið með kaffibaunum.

Deila.