Spaghetti-pizza með pepperoni

Það eru stundum ótrúlegustu hlutir sem að maður rekst á þegar að bandarískur matreiðslusíður eru skoðaðar. Sumir hlutir eru eiginlega svo ótrúlegir að maður verður að prófa þá. Það á við um þennan rétt. Hverjum hefur eiginlega dottið það  í hug fyrst að blanda saman tveimur vinsælum réttum – pizzu og pasta í einn?

Og útkoman er bara alveg óvitlaus – að minnsta kosti var spaghetti-pizzan ekki lengi að klárast. „Botninn“ er eins konar „spaghetti carbonara“ en síðan kemur pasta/pizzusósa og síðan álegg og ostur.

  • 500 g spaghetti
  • 3 egg
  • 1 dl mjólk
  • væn lúka af rifnum parmesanosti
  • Tómatasósa
  • 2 pokar mozzarellakúlur
  • pepperoni

Byrjið á því að sjóða spaghetti. Á meðan eru egg, mjólk og parmesaostur pískuð saman. Þegar pastað er tilbúið „al dente“ er eggjablöndunni hrært saman við og pastað sett í formið sem þið ætið að nota. Gott lasagnaform er málið. Nú er „botninn“ komið.

Þá er það næst „pizzasósan“. Þið getið notað tilbúna tómatasósu með hvítlauk og basil , t.d. frá Jamie Oliver eða gert ykkar eigin ítölsku tómatasósu.

Uppskrift að fullkominn slíkri sósu finnið þið með því að smella hér. 

Raðið næst pepperonisneiðum ofan á. Skerið niður mozzarella-kúlurnar og dreifið þeim yfir.

Bakið í 200 gráðu heitum ofni í rétt tæpan hálftíma. Berið fram.

Deila.