Badia a Passignano Riserva 2009

Klaustrið Badia a Passignano gerir þetta vínhús að þeim tignarlegri í Toskana og Chianti Classico-vínið sem markgreifinn Antinori framleiðir á ekrum klaustursins er að sama skapi tignarlegt og mikið.

Vínið er orðið sex ára en það hefur samt nokkuð ungt yfirbragð, liturinn er enn djúpur, dökkur og þéttur. Vínið er stórt og mikið um sig, reykur og eik, mjög þroskuð kirsuber og sólber, sem fléttast saman við viðinn, í þéttan massa, kryddað, jörð og tóbakslauf. Massívt í munni, þykkt og kröftugt, tannín kröftug, mjúk. Hrikalega flott vín. TIlbúið til neyslu en má geyma í 5-10 ár í viðbót. Með nautakjöti, lambi eða villibráð.

5.898 krónur. Frábær kaup.

Deila.