Ramon Roqueta Cabernet-Tempranillo 2010

Árgangurinn 2010 var misjafn í Evrópu en á Spáni gekk flest upp sem þarf að ganga upp til að vínin verði góð. Langt, heitt og þurrt sumar og síðan mátulega svalt haust sem að tryggði hægan og góðan þroska þrúgnanna. Enda eru mörg þeirra spænsku vína sem hafa að undanförnu verið að koma í 2010 árganginum alveg hreint afbragðs góð. Það á við um stóru vínin frá þekktu héruðunum jafnt sem mörg „smærri“ og ódýrari vín. Þetta Cabernet-Tempranillo-vín frá Ramon Roqueta í Katalóníu er einmitt dæmi um það. Vín með verðmiða upp á innan við 1.900 krónur en fullt af ávexti og karakter. Þroskuð og fín sólber, kirsuber, eikað með kaffitónum og jörð. Vel uppbyggt, ágæt tannín og mikill spænskur karakter. Virkilega flott vín fyrir peninginn sem að gefur þessu víni fjórðu stjörnuna fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

1.899 krónur. Frábær kaup.

Deila.