Cune er eitt af þremur vínhúsum innan CVNE (Compania Vinicola del Norte de Espana). Hin tvö heita Vina Real og Contino og öll þrjú hafa sína sérstöðu í Rioja og eru í hópi þeirra bestu í sínum flokki. 2010 Reserva vínið frá Cune er framúrskarandi gott eins og mörg önnur spænsk vín frá þessum magnaða árgangi.
Dökkrautt út í fjólublátt á lit, dökkur þroskaður berjaávöxtur, bláber, krækiber, balsamviður og vanilla. Það er svo í munni sem vínið sýni virkilega hvað í því býr, gífurlega þétt, strúktúrerað, tannískt með sýru sem gefur til kynna að þetta sé vín sem eigi framtíðina fyrir sér og eigi eftir að þroskast vel á næstu árum. Afbragðsvín.
2.999 krónur. Frábær kaup.