Drostdy Hof Chardonnay-Viognier BIB

Drodsty-Hof er suður-afrískt vínhús sem hefur notið mikilla vinsælda í Norður-Evrópu, m.a. fyrir að framleiða mjög frambærileg kassavín. Þetta er tveggja þrúgna blanda, Chardonnay og Viognier. Það er Chardonnay sem er ríkjandi, fersk og þægileg angan af eplum, grænum og gulum, mildur sítrus, ágætlega ferskt og þægilegt í munni.

5.799 krónur eða sem samsvarar rétt tæplega 1.500 krónum á 75 cl flösku. Góð kaup.

Deila.