Coto de Imaz Reserva 2010

Það halda áfram að bætast inn í vínbúðirnar Reserva-vín úr hinum afbragðsgóða 2010 árgangi á Rioja á Spáni. Hér er komið að Reserva-víninu Coto de Imaz frá vínhúsinu El Coto.

Vínið er dökkt, nokkuð eikaðir tónar, kaffi, núggat, kröftugur rauður ávöxtur, kirsuber, trönuber, létt kryddað, mjóg mjúkt, rjómakennt með feitum ávexti, kryddbit í lokin. Nautakjöt- og grillvín.

2.669 krónur. Frábær kaup.

Deila.