Esporao Reserva 2011

Esporao er magnað rauðvín frá portúgalska vínhúsinu Herdade do Esporao en nokkur mjög áhugaverð vín frá því hafa verið að tínast inn í vínbúðirnar í vetur. Þessi vín koma frá einu syðsta vínræktarsvæði landsins, Alentejo og þetta vín er blanda úr þrúgunum Aragonez (Tempranillo), Trincadeira, Cabernet Sauvignon og Alicante Bouschet.

Vínið er mjög dökkt, svarfjólublátt út í svart með þungri og nokkuð kryddaðri angan. Mjög þroskuð ber, bláber, kirsuber, ávaxtamassinn rennur saman við eik, þarna er vanilla, austurlensk krydd, mikið um sig í munni, fersk sýra gerir vínið léttara og liprara en maður á von á þrátt fyrir stærð, þess, kröftugt, tannískt, margslungið. Frábært vín.

4.416 krónur. Frábær kaup.

Deila.