Adobe Cabernet Sauvignon Reserva 2013

Adobe eru lífrænt ræktuð vín frá vínhúsinu Santa Emiliana í Chile, einum stærsta framleiðanda lífrænt ræktaðra vína í heiminum. Hér kíkjum við á Reserva-vínið úr þrúgunni Cabernet Sauvignon.

Dökkt, fjólúblátt á lit, sætur, þykkur ávöxtur í nefi, bláber, sólber, vottur af dökku súkkulaði, enn ungt, áberandi tannín, hefur gott af því að standa opið í einhvern tíma fyrir neyslu. Fínt grillvín.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.