Cono Sur Pinot Noir Organic

Vínhúsið Cono Sur í Chile hefur á undanförnum árum verið í ferli við að koma vínrækt sinni yfir í lífræna vottun og þetta Pinot Noir er eitt af vínunum af ekrum í Colchagua-dalnum sem hafa lokið því ferli.

Sæt angan af berjakompott, kirsuber, rifsber, hindber, sultað, þarna er líka smá sveit, kúadella,  fínn þykkur og mjúkur berjaávöxtur í munni. Mjúkt og þægilegt. Vel gerður Pinot á virkilega fínu verði, miðað við góðan Pinot Noir.

2.190 krónur.

Deila.