Matarmarkaður verður að matarhátíð

„Matarmarkaður Búrsins“ verður að „Matarhátíð Búrsins“ dagana 29. og 30. ágúst. Þar munu koma saman sjómenn, bændur og smáframleiðendur víðsvegar af landinu með fjölbreytt úrval gómgleðjandi matvæla.

Við komu stendur gestum til boða diskósúpa, sem Slow food samtök Íslands í samráði við atvinnukokka galdra fram. Á heilum tímum frá kl. 12 -16 verða bragðgóð erindi í Kaldalóni þar sem valinkunnir matspekingar láta móðan mása um það sem tengir okkur öll: Mat! Úrval Matarvagna verða á planinu og Sirkus Íslands verður á staðnum vopnaðir blöðrum og andlitsmálningu.

Matarhátíðinn verður opinn báða dagana milli klukkan 11 og 17 í Hörpu. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Frítt fyrir börn undir 16 ára aldri.

Deila.