Pievalta Verdicchio dei Castelli di Jesi 2014

Verdicchio er ítölsk hvítvínsþrúga sem er fyrst og fremst ræktuð á svæðunum Matelica og Castelli di Jesi  í Marche-héraði. Þetta Classico Superiore hvítvín frá Pievalta er óeikað og gert úr lífeflt ræktuðum þrúgum frá ekrunum í kringum þorpið Jesi.

Fölgult á lit, angan skörp, sítrus, þroskuð rauð epli, þurrkaðar kryddjurtir, hálmur, í munni ferskt, sýrumikið, kryddað, snert af anís, lakkrís, þykkt.

2.895 krónur. Frábær kaup.

Deila.