Baron de Ley Gran Reserva 2008

Baron de Ley er eitt af yngri vínhúsum Rioja, “einungis” rétt tæplega þrjátíu ára gamalt. Víngerðin er hins vegar í gömlu munkaklaustri syðst í héraðinu og stíll vínanna einmitt skemmtileg blanda af hinu klassíska og hinu nútímalega.

Gran Reserva 2008 frá vínhúsinu er klassísk og fín Gran Reserva, þung og djúp angan, mikið kaffi og krydd, reykt kjöt, dökkur ávöxtur, mjúkt og feitt. Ein og öll betri Rioja-vín er þetta nautakjötsvín en það smellur líka að lambi, önd og hreindýri.

3.899 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.