Val de Vid Verdejo 2014

Rueda er vínhérað í norðvesturhluta Spánar sem stöðugt fleiri eru að uppgötva og það á einnig við um þrúguna Verdejo, spennandi spænsk þrúga sem oft minnir svolítið á hina frönsku Sauvignon Blanc.

Val de Vid er ungt og nútímalegt vínhús sem að sérhæfir sig einmitt í framleiðslu á Rueda.  Vínið er fölt á lit, í nefi skarpt og ferskt, mikill sítrus, gul epli og sætar perur. Með ferskri og fínni sýru í munni,, lifandi og þægilegt, kryddað, vottur af fennel.

2.190 krónur. Frábær kaup.

90%
  • 9
Deila.