Fortius Tempranillo Roble 2012

Navarra er næsta svæði við hið þekkta víngerðarhérað Rioja og það á því ekki að koma á óvart að það er oft ansi áþekkt yfirbragð á vínunum, að minnsta kosti þegar að þrúgan Tempranillo kemur við sögu.

Þykkur, þroskaður og dökkur ávöxtur,  óneitanlega svolítið Riojalegt, sultuð krækiber, eikin nokkuð áberandi með vanillu og reyk, töluvert kryddað.

1.899 krónur. Góð kaup.

Deila.